Hefja leit í sprungunni að nýju

Úlfar segir enga hættu hafa verið á ferðum þegar grjóthrunið …
Úlfar segir enga hættu hafa verið á ferðum þegar grjóthrunið varð í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leit að manninum, sem féll í sprunguna í Grindavík á miðvikudag, er að hefjast að nýju.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is rétt í þessu.

Engin hætta þegar grjóthrunið varð

Á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi var leitin stöðvuð þar sem ekki var hægt að tryggja ör­yggi leit­ar­manna ofan í sprung­unni eftir að grjóthrun varð í henni.

Úlfar segir í samtali við mbl.is að undirbúningur hafi staðið yfir síðan í morgun og nú sé hægt að hefja leit að nýju.

Hann segir enga hættu hafa verið á ferðum þegar grjóthrunið varð í gærkvöldi en „þegar eitthvað svona gerist þurfa menn að endurskoða aðstæður“, segir Úlfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka