Láta þrívíddarskanna síga niður sprunguna

Þrívíddarskanninn sem var látinn síga niður í sprunguna.
Þrívíddarskanninn sem var látinn síga niður í sprunguna. mbl,is/Eggert Jóhannesson

Viðbragðsaðilar í Grindavík létu sérútbúinn þrívíddarskanna síga niður í sprunguna til að kanna þar aðstæður betur.

Leitin að manninum sem óttast er að hafi fallið ofan í sprunguna hefur enn engan árangur borið. Leit að honum hófst á nýjan leik í morgun eftir að hlé var gert á aðgerðum í nótt af öryggisástæðum.

Bð er að koma fyrir landgangi í sprungunni þar sem aðstæður eru mjög þröngar og erfiðar. Hefur fyrirkomulagið verið með þeim hætti að tveir björgunarmenn eru sendir í einu niður í sprunguna.

Moka frá jarðvegsþjöppunni

Maðurinn sem leitað er að vann við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Í gær fannst jarðvegsþjappan í sprungunni og hófst strax vinna við að moka frá henni og sendur sú vinna enn þá yfir.

Hjálmar Hallgrímsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á vettvangi, sagði í samtali við mbl.is í dag að leitin muni halda áfram þar til annað verði ákveðið.

Björgunaraðilar bera saman bækur sínar í Grindavík í dag.
Björgunaraðilar bera saman bækur sínar í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frá björgunarstörfum í Grindavík í dag.
Frá björgunarstörfum í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka