Leit að manninum hætt

Frá björgunarstörfum í Grindavík í dag.
Frá björgunarstörfum í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leit að manninum sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík hefur verið hætt.

Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Rúv fyrir skömmu.

Hann sagði það ekki forsvaranlegt að stefna lífum leitarmanna í hættu. „Af þeim sökum þurfum við að hætta leitinni,“ bætti hann við.

Hann sagði að engin frekari merki hefðu fundist um manninn, annað en jarðvegsþjapp­an sem fannst í sprungunni á miðvikudag.

Ekki hægt að tryggja ör­yggi leit­ar­manna

Maður­inn, verktaki sem vann við sprungufyllingu í Grindavík, var að vinna við jarðvegsþjöpp­un á miðvikudag.

Jarðvegsþjapp­an fannst í sprung­unni og hófst strax vinna við að moka frá henni.Tilkynning um vinnuslys barst á ellefta tímanum þann dag.

Á annan hundrað viðbragðsaðila tók þátt í leitinni, sem stóð yfir í rúmlega tvo sólarhringa.

Leitinni var vissulega frestað í morgunn þar ekki var hægt að tryggja ör­yggi leit­ar­manna ofan í sprung­unni, einkum vegna grjóthruns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert