Þokkalegt hlaup sem nær hámarki á sunnudag

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/Ragnar Axelsson

Eng­ir skjálft­ar hafa mælst eft­ir miðnætti nærri Grím­svötn­um. Hlaupið er enn í gangi og mun ná há­marki í Grím­svötn­um á sunnu­dag.

Þetta seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Bjarka mun hlaupið ná há­marki á Skeiðar­ársandi eða í Gígju­kvísl tveim­ur dög­um síðar. Hlaupið er um 1.000 rúm­metr­ar á sek­úndu sem Bjarki seg­ir ekki risa­stórt en al­veg þokka­legt. Seg­ir hann ekki talið að hlaupið muni hafa áhrif á innviði.

Veður­stof­an fylg­ist vel með skjálfta­virkni á svæðinu en hlaupið get­ur leitt til eld­goss. Stærsta ógn­in seg­ir Bjarki að snúi að eld­gosi og ösku sem geti truflað flug­um­ferð.

„Síðustu tvö hlaup, árin 2021 og 2022 hrundu ekki af stað eld­gosi en síðasta gos varð árið 2011,“ seg­ir Bjarki að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert