Tilkynnti um forsetaframboð í fimmtugsafmæli

Sigríður tilkynnti um framboð sitt á Kjarvalsstöðum í kvöld.
Sigríður tilkynnti um framboð sitt á Kjarvalsstöðum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrum formaður FKA, tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands í fimmtugsafmæli sínu sem fram fer á Kjarvalsstöðum í kvöld. 

Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi - kærleika, von, náð, gleði og þakklæti - og opið skínandi hjarta tilkynni ég hér með framboð mitt til Frú forseta Íslands í vor.

Það var með þessum orðum sem Sigríður tilkynnti veislugestum um framboð sitt áður en hún sagði þeim að hún væri ekki að sækjast eftir embættinu fyrir sjálfa sig, valdið, metorð eða hverfular vinsældir. Heldur sækist hún eftir embættinu „fyrir okkur öll“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert