Kólnar smám saman

Veður fer kólnandi.
Veður fer kólnandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður breytileg átt 3-8 m/s víða um land í dag, en norðvestan 8-15 austast á landinu. Skýjað verður um vestanvert landið og dálítil væta, jafnvel sums staðar þoka. Bjart með köflum og lengst af þurrt á austanverðu landinu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Þá fer að kólnar smám saman. Fram kemur að núna í morgunsárið sé hiti rétt yfir frostmarki á sunnan- og vestanverðu landinu en frost 0 til 6 stig norðan- og austantil. Á höfuðborgarsvæðinu sé hitastig nálægt frostmarki og líkur á hálku á blautum vegum og gangstéttum. Seint í kvöld verði frost um mest allt land, en enn nálægt frostmarki suðvestanlands.

Á morgun verði norðlæg átt 5-10 en heldur hvassara austanlands. Dálítil él verði á austanverðu landinu en annars yfirleitt bjart. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landins norðaustantil.

Veður­vef­ur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert