Stefán E. Stefánsson
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG segir ríkisstjórnina fallna ef stjórnarþingmenn verji matvælaráðherra ekki vantrausti. Hann segir þingflokk VG bíða viðbragða ráðherrans við áliti umboðsmanns.
Þetta kemur fram í Spursmálum en þáttarstjórnandi þurfti að ganga talsvert eftir því hjá þingflokksformanninum hvaða staða myndi teiknast upp ef þingmenn stjórnarflokkanna standa ekki allir sem einn að baki ráðherra flokksins.
Urðu úr þessu samtali líflegar kappræður sem hægt er að sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.
Þáttinn í heild sinni má svo sjá í hér fyrir neðan en gestir hans voru auk Orra Páls þau Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra: