Baráttan við tvífarann

Gunnar Hersveinn hefur skrifað bókina Vendingu um vínlausan lífsstíl.
Gunnar Hersveinn hefur skrifað bókina Vendingu um vínlausan lífsstíl. mbl.is/Ásdís

Vend­ing, ný bók eft­ir Gunn­ar Her­svein, er nú kom­in í hill­ur bóka­búða. Í bók­inni er fjallað um vín­laus­an lífs­stíl en Gunn­ar not­ar eig­in reynslu og aðferðir heim­spek­inn­ar til að skoða aðferðir sem henta vel til að til­einka sér líf án áfeng­is. Gunn­ar verður með heim­spekikaffi þris­var á næst­unni þar sem hann fær til sín góða gesti til að ræða um vín­laus­an lífs­stíl, en upp­lýs­ing­ar um það má nálg­ast á lifs­gild­in.is.

Alls staðar er vín

„Ég fékk mik­inn áhuga á að breyta um lífs­stíl og lifa án áfeng­is og var bú­inn að gera nokkr­ar til­raun­ir. Ég hætti að drekka eitt sinn í þrjá mánuði, svo í sex mánuði og í eitt ár, með það að lang­tíma­mark­miði að losna al­veg við þetta. Áfengi er ávana­bind­andi og maður verður ósjálfrátt háður því,“ seg­ir Gunn­ar og seg­ist hafa tekið eft­ir því und­an­farið að vín­menn­ing þjóðar­inn­ar sé að breyt­ast, og ekki til hins betra.

„Mér fannst alltaf alls staðar vera vín og mér finnst það hafa auk­ist veru­lega. Það þykir nú eðli­legt að hafa vín á boðstól­um og mín til­finn­ing er sú að fleiri og fleiri drekki oft­ar og of mikið,“ seg­ir Gunn­ar.

„Ég tók svo þá ákvörðun að hætta þessu al­veg og prófa nýj­an lífs­stíl. Mér fannst það virka mjög vel, en ég er ekki að gera þetta með vilja­styrk­inn að vopni held­ur er þetta end­an­leg ákvörðun,“ seg­ir Gunn­ar sem ákvað þá að skrifa bók­ina Vend­ingu, ein­fald­lega vegna þess að rit­höf­und­ar tjá sig með því að skrifa.

Að nota dyggðirn­ar

Í bók­inni fer Gunn­ar yfir lífs­gildi og not­ar heim­speki­lega nálg­un til að fara yfir kosti þess að lifa án áfeng­is.

„Ég vel ákveðin gildi, eins og sjálf­saga, frelsi, harðfylgni og góðvild. Ég rýni í þessi hug­tök út frá siðfræðinni og skoða hvernig hægt er að til­einka sér þau. Þetta eru dyggðir sem þarf að læra því maður fæðist ekki með nein­ar dyggðir. Maður er með ein­hvern grunn en þarf að æfa sig, þannig að það má segja að þetta sé ein­hvers kon­ar hag­nýt siðfræði,“ seg­ir Gunn­ar og seg­ir fólk geta notað þess­ar dyggðir til að læra að vera vín­laus.

„Þetta er ekki heilaþvott­ur eða snýst um umb­un og refs­ingu, held­ur frek­ar að nota dyggðirn­ar til að geta verið í vín­laus­um lífs­stíl þar til þær eru orðnar hluti af þér. Þegar það ger­ist þarftu ekk­ert alltaf að vera að minna þig á þær því þær eru komn­ar í ósjálfráða kerfið.“

Tvær radd­ir tak­ast á

Gunn­ar tal­ar um „tvífara“ sinn í Vend­ingu og seg­ir hann vera í raun gömlu út­gáf­una af sér.

„Þetta er ákveðin bar­átta því þinn gamli maður hef­ur kannski ekki áhuga á þessu og oft er rödd í höfðinu á fólki sem seg­ir: „Þú get­ur al­veg drukkið, þú get­ur haldið þessu áfram, gerðu bara það sem þú vilt.“ Þessi rödd er að telja þér trú um að það sé ekki gáfu­legt að til­einka sér vín­laus­an lífs­stíl. En svo upp­götv­ar þú að þú ert ekki sá eða sú sem þú ætlaðir að vera. Svo er önn­ur rödd sem seg­ir þér að verða sá sem þú ætlaðir að vera, þannig að á tíma­bili er þetta bar­átta. Maður þarf að temja sér að rödd­in sem vill heil­brigðari lífs­stíl sé ríkj­andi.“

Ítar­legt viðtal er við Gunn­ar Her­svein í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert