Eldgos vofir yfir og virknin nær Grindavík

Eldgos er yfirvofandi við Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að túlkun á gögnum gefi til kynna að kvikuhlaup sé að eiga sér stað.  

Hátt í 200 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu við Sundhnúkagígaröðina og hefur virknin færst í átt að Grindavík. Borholuþrýstingsmælingar frá HS Orku og rauntíma GPS-stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar.

Eldgos þykir yfirvofandi og líklegast þykir að til hraungoss komi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka