Færist sunnar og fleiri skjálftar undir miðri byggð

Þróun skjálftavirkninnar frá kl. 2.30 til kl. 6.30.
Þróun skjálftavirkninnar frá kl. 2.30 til kl. 6.30. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftavirknin við Grindavík heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Kortið hér að ofan sýnir þróun skjálftavirkninnar frá kl. 2.30 til kl. 6.30.

Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarkanna

Tekið er fram að skjálftavirknin og þær breytingar sem sjást á GPS-stöðvum séu sambærilegar við það sem sást í aðdraganda eldgossins 18. desember.

„Helsti munurinn nú og þá er sá að skjálftavirknin er talsvert sunnar. Miðað við þróun skjálftavirkninnar er ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika komi upp innan bæjarmarkanna í Grindavík,“ segir í tilkynningunni.

Fjallað var um þennan möguleika fyrr í morgun.

Þróun skjálftavirkninnar frá kl. 2.30 til kl. 6.30.
Þróun skjálftavirkninnar frá kl. 2.30 til kl. 6.30. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka