Hraun komið inn í Grindavík

Hraunbreiðan er komin inn fyrir bæjarmörkin.
Hraunbreiðan er komin inn fyrir bæjarmörkin. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Hraun hefur runnið úr gossprungunni sem opnaðist við jaðar Grindavíkur fyrir skömmu og er nú komið upp við húsin sem liggja nyrst í bænum.

Á vefmyndavél mbl.is má sjá hvernig hraunið rennur úr sprungunni í suður átt og stefnir inn í íbúðarhverfi.

Gossprungan sem opnaðist fyrir skömmu er við jaðarinn á Grindavíkurbæ.
Gossprungan sem opnaðist fyrir skömmu er við jaðarinn á Grindavíkurbæ. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Virðist hraunið vera komið alveg upp að húsinu sem er yst í hverfinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert