Hraun virðist renna í átt að Grindavík

Gossprungan nú klukkan 8.40.
Gossprungan nú klukkan 8.40. Skjáskot/mbl.is

„Mér sýnist að gat í varnargarði, sem er í vinnslu fyrir ofan Grindavíkurbæ – að það sé farið að renna hraun þar í gegnum skarðið.“

Þetta segir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við blaðamann mbl.is í aðgerðastjórn lögreglunnar í Reykjanesbæ.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ætla að loka varnargarði í kringum orkuverið

Spurður hvort hætta sé á því að hraun renni í átt að Grindavík segir Úlfar:

„Mér sýnist það stefna í þá áttina, en við erum ekki alveg með nákvæma staðsetningu á upptökum gossins á þessari stundu.“

Engir verktakar eru inni í Grindavík, en verið er að fara í það að loka varnargarði í kringum orkuverið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert