Íslenska þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland mun ekki bjóða upp á útsýnisflug yfir Grindavík á meðan óvissa ríkir um framhaldið.
Í tilkynningu frá HeliAir Iceland segir að útsýnisflug til að sjá heimili fólks verða hrauni að bráð sé ekki viðskiptatækifæri fyrir fyrirtækið.
Fyrirtækið flaug þó yfir svæðið í dag með fréttamenn ríkisútvarpsins í þágu fréttaflutnings.
„Hugur okkar og hjörtu eru hjá frábæra fólkinu í Grindavík á þessum erfiðu tímum.“