Ný gossprunga opnast við Grindavík

Ný gossprunga hefur opnast við Grindavík. Jaðar sprungunnar er um 50-100 metrum frá bænum.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er sprungan í sprungulínunni. Lengd hennar er um 150 metrar og gæti hún lengst enn frekar.

Á vefmyndavélum mbl.is má sjá nálægð nýju sprungunnar við bæinn.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að aflögunarmælingar bendi eindregið til þess að sprungur í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki útilokað að gossprungur opnist innan bæjarmarkanna en það þyki þó ólíklegt.

Fréttin verður uppfærð.

Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert