Sauðfé innilokað í Grindavík

Dýraverndunarsambandið beinir því meðal annars til almannavarna að koma skepnunum …
Dýraverndunarsambandið beinir því meðal annars til almannavarna að koma skepnunum til bjargar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýraverndarsamband Íslands hefur fengið staðfest að um 30 kindur séu innilokaðar í fjárhúsi í Grindavík nærri götunni Bakkalág.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér rétt í þessu.

Nauðsynlegt að hleypa dýrunum út

Þá er sauðfé einnig lokað inni í fjárhúsi við Sjávarbraut og í fjárhúsum í Þórkötlustaðahverfi. Ekki er hægt að sækja dýrin við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík.

Engu að síður er nauðsynlegt að dýrunum sé hleypt út strax svo þau geti forðað sér úr þeim hættulegu aðstæðum sem nú eru á svæðinu.

Dýraverndunarsambandið beinir því til almannavarna, sem annarra ábyrgra aðila í þeim aðgerðum sem nú eru í Grindavík, að reyna, ef þess gerist nokkur kostur, að koma þessum skepnum til bjargar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert