Skjálftarnir nær Grindavík en fyrir eldgosið

Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum, sem nær frá gígaröðinni …
Sundhnúkur og Hagafell liggja yfir kvikuganginum, sem nær frá gígaröðinni og í suð-suðvestur undir Grindavík. Kort/mbl.is

Upptök skjálftanna í jarðskjálftahrinu næturinnar eru nær Grindavík en þeir voru fyrir eldgosið 18. desember.

Erfitt er að segja til um dýpt skjálftanna að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Upptök skjálftanna eru sunnan við Hagafell og mjög nálægt Grindavík. Í eldgosinu 18. desember voru skjálftarnir norðan við Hagafell og því fjær bænum. 

Skjálftarnir mælast allir á kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka