Forsíða Morgunblaðsins: Svartur dagur

Glóandi hraun tók að renna inn í Grindavík eftir hádegi …
Glóandi hraun tók að renna inn í Grindavík eftir hádegi í gær og urðu þrjú hús þar hrauninu að bráð. mbl.is/Árni Sæberg

Forsíða Morgunblaðsins í dag, 15. janúar, er lögð undir mynd af þeim náttúruhamförum sem átt hafa sér stað við Grindavík.

Myndin sýnir gossprungurnar tvær sem opnuðust skammt norður af bænum í gær og hvernig hraunið hefur rutt sér leið inn í íbúðabyggð.

Viðbrögð íbúa og framtíðarspár jarðvísindamanna

Á síðum blaðsins í dag er fjallað ítarlega um hamfarirnar og afleiðingar þeirra í máli, myndum og kortum.

Auk þess er farið yfir atburðarásir á Reykjanesskaganum á síðustu árum og vikum og loks atburðarás gærdagsins, sem hófst á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags áður en mbl.is gat greint frá upphafi eldgoss klukkan 7.57.

Eldgosið, afleiðingar þess, viðbrögð Grindvíkinga og framtíðarspár jarðvísindamanna eru umfjöllunarefni á alls 8 síðum í blaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert