Húsið nánast klárt: „Þetta er hræðilegt“

Önnur gossprunga myndaðist við jaðar Grindavíkurbæjar um hádegi í gær.
Önnur gossprunga myndaðist við jaðar Grindavíkurbæjar um hádegi í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hjartað slær hratt, tár­in renna og ég veit varla hvernig mér líður,“ sagði Gerður Sig­ríður Tóm­as­dótt­ir, íbúi við Efra­hóp í Grinda­vík.

Morg­un­blaðið ræddi við hana síðdeg­is í gær þegar gló­andi hraun­straum­ur hafði náð efstu hús­un­um við Efra­hóp svo þau stóðu í björtu báli. Þar á meðal var húsið núm­er 19 við göt­una.

Eig­end­ur þess eru þau Guðrún Dögg Elvars­dótt­ir og Hrann­ar Jón Em­ils­son, son­ur Gerðar Sig­ríðar og Jóns Em­ils Hall­dórs­son­ar eig­in­manns henn­ar.

Mik­il samstaða

„Húsið var nán­ast klárt, búið að mála og til stóð að flytj­ast inn á allra næstu dög­um. Þetta er hræðilegt,“ seg­ir Gerður Sig­ríður sem búið hef­ur við Efra­hóp frá ár­inu 2018. Þau Jón Emil voru þá meðal fyrstu íbúa, en ungt barna­fólk sem er að skapa sína framtíð býr í mörg­um hús­anna á þess­um slóðum.

„Meðal íbúa hef­ur verið mik­il samstaða í ein­stöku sam­fé­lagi sem ég mun sakna mjög. Núna veit maður ekk­ert hvar þess­ir góðu ná­grann­ar eru bú­sett­ir né held­ur ætt­ingj­ar og nán­ir vin­ir. Til­ver­an er hrun­in á svo marg­an hátt,“ seg­ir Gerður Sig­ríður sem missti son sinn af slys­för­um fyr­ir nokkr­um árum.

Til­ver­an í al­gjörri óvissu

„Að sjá hús ná­granna sinna fara und­ir gló­andi hraun ríf­ur upp göm­ul sár, þótt af öðrum toga séu,“ seg­ir Gerður Sig­ríður.

Hún hef­ur í húsi sínu að Efra­hópi 12 að und­an­förnu hýst bú­slóðir tveggja fjöl­skyldna sona sinna; fjöl­skyldu Hrann­ars Jóns og Helga Hrafns. Sá býr við Vest­ur­hóp með sinni fjöl­skyldu, sem rýmdi hús sitt ný­lega og kom sín­um eig­um fyr­ir á ör­ugg­um stað, að því er talið var. „Við erum ör­ugg sem stend­ur í sum­ar­húsi aust­ur í Gríms­nesi; en framtíðin og til­ver­an er ann­ars í al­gjörri óvissu,“ seg­ir Gerður Sig­ríður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka