Iðnaðarmenn vísa kjaradeilu til sáttasemjara

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS. Ljósmynd/Aðsend

Kjaradeilu fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þessi félög semja fyrir 70% iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samninganefnd fagfélaganna en þar segir að tillaga þess efnis að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara hafi verið borin upp á fundi samninganefnda fagfélaganna og hafi verið samþykkt samhljóða.

Á fundinum voru samninganefndir RSÍ og aðildarfélaga, VM og MATVÍS en þessi félög ganga saman til kjaraviðræðna. Undir eru 30 kjarasamningar. Saman semja þessi félög fyrir 70% iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert