Margþætt líkamstjón í Bátavogsmáli

Konu er gefið að sök að hafa orðið manni á …
Konu er gefið að sök að hafa orðið manni á sextugsaldri að bana í Bátavogi með margþættu ofbeldi í fyrrahaust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur rúmlegra fertugri konu sem gefið er að sök að hafa orðið manni að bana í íbúð við Bátavog í Reykjavík 23. september í fyrrahaust.

Hafi ákærða beitt fórnarlamb sitt margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins, dagana 22. og 23. september, og er atlögu hennar og áverkum þeim er af henni leiddu lýst í löngu máli í ákærunni.

Átta milljóna miskabótakrafa

Teljist ofbeldið varða við 211. grein almennra hegningarlaga og krefst saksóknari þess að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Teflir ákæran fram einkaréttarkröfu um miskabætur að fjárhæð átta milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta auk þess sem málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi er krafist úr hendi ákærðu.

Að lokum krefst saksóknari skaðabóta vegna útlagðs útfararkostnaðar allt að tveimur milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert