Myndskeið: Flogið yfir Grindavík í dag

Landhelgisgæslan flaug yfir Grindavík og gosstöðvarnar nú rétt um hádegið og fékk tökumaður að fara með í flugið.

Meðfylgjandi má sjá myndband úr fluginu, en þar má meðal annars sjá stöðuna á gosinu eins og það er núna, suðursprunguna og hraunið sem rann úr henni inn fyrir bæjarmörkin og þær hamfarir sem urðu við Efrahóp, götuna þar sem hraunið eyðilagði þrjú hús.

Einnig er flogið yfir varnargarðana og nærumhverfi gosstöðvanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert