Myndskeið: Tóku sýni úr glóandi hrauninu

Hraunbreiðan norðan við Grindavík.
Hraunbreiðan norðan við Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hópur vísindamanna í berg- og jarðefnafræði við Háskóla Íslands hefur náð sýnum úr hrauninu sem breitt hefur úr sér norðan Grindavíkur eftir að gos hófst þar að morgni sunnudags.

Í tilkynningu frá hópnum segir að hraunsýni hafi verið tekin og gasmælingar teknar.

Þá er tekið fram að búast megi við bráðabirgðaniðurstöðum mælinga á hrauninu á morgun, mánudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert