Hópur vísindamanna í berg- og jarðefnafræði við Háskóla Íslands hefur náð sýnum úr hrauninu sem breitt hefur úr sér norðan Grindavíkur eftir að gos hófst þar að morgni sunnudags.
Í tilkynningu frá hópnum segir að hraunsýni hafi verið tekin og gasmælingar teknar.
Þá er tekið fram að búast megi við bráðabirgðaniðurstöðum mælinga á hrauninu á morgun, mánudag.
New volcanic eruption in Svartsengi! Thanks to the civil protection who allowed us to access the area! Today, with @Alberto_Carac, Nico, Céline, Sam and Steini, we collected fresh lava samples and measured volcanic gases. Preliminary geochimical data coming tomorrow! Stay tuned. pic.twitter.com/k2pxJcLgUV
— Geochemistry and Petrology Group @ Uni. Iceland (@rockhardIES) January 14, 2024