Nýi hluti varnargarðsins sýnilegur

Varnargarðurinn norðvestan við bæinn var lengdur til austurs.
Varnargarðurinn norðvestan við bæinn var lengdur til austurs. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Í morgun mátti sjá í vefmyndavél mbl.is nýjasta hluta varnargarðsins sem liggur norðvestan við Grindavík, svokallaður L8-garður, sem verktakar hafa unnið hörðum höndum við að lengja frá því í gær.

Eins og fram kom í frétt mbl.is hafa verktakar verið í kappi við tímann að lengja varnargarðinn norðvestan við Grindavík til austurs í von um að koma í veg fyrir að hraun sem rann yfir norðari garðinn (kallaður L7) myndi renna meðfram Grindavíkurvegi inn í bæinn. Átti framlengingin að leiða hraunið til vesturs meðfram L8-garðinum.

Þá hefur einnig verið unnið við framlengingu á L8-garðinum, sem er nær bænum, í vesturátt, en það var gert til að reyna að koma í veg fyrir hraunflæði til bæjarins um mestu lægðirnar sem þar er að finna.

Nýjustu hlutar L8-garðsins eru því þeir sem liggja yfir Grindavíkurveg og þeir sem eru vestast, en næst bænum.

„Það er mislönd­un á görðunum og það var að nálg­ast end­ann á L7 [sem geng­ur fram yfir Grinda­vík­ur­veg], renna fyr­ir end­ann á L7, til suðurs og lend­ir þá á L8 og renn­ur síðan vest­an við Grinda­vík­ur­bæ, sam­síða Nes­vegi,“ sagði Arnar Smári Þorvarðarson, byggingatæknifræðingur Verkís í samtali við mbl.is í gær.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert