Rafmagn komið á í vesturhluta Grindavíkur

Rafmagn er komið á í vesturhluta Grindavíkur.
Rafmagn er komið á í vesturhluta Grindavíkur. Vefmyndavél mbl.is/Skjáskot

Rafmagn er aftur komið á í vesturhluta Grindavíkur. Þetta sést á vefmyndavél mbl.is og er staðfest af Sigrúnu Ingu Ævarsdóttur, upplýsingafulltrúa HS Veitna, í samtali við mbl.is. 

Rafmagn fór af í Grindavík í gær og gerðist það fyrst í austurhluta bæjarins snemma um morguninn, eða klukkan 5.17.

Svo um klukkan 8 í gær fór rafmagnið af í vesturhluta bæjarins eftir að bilun kom upp í dreifikerfinu. Rafmagn er ekki komið á í austurhluta bæjarins.

Sigrún segir að nú verði metið hvort að hægt sé að gera við þessa bilun í samspili við almannavarnir í ljósi þess að það er enn hættuástand í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert