„Þarna er ekki gott að fólk búi“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þrátt fyr­ir að lang­flest hús­in í Grinda­vík séu óskemmd þá verður á bratt­ann að sækja að búa í Grinda­vík uns nú­ver­andi at­b­urðarás hætt­ir. 

    Þetta seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is um hvort skyn­sam­legt sé að byggja aft­ur upp byggð í Grinda­vík. 

    Meðfylgj­andi dróna­mynd­skeið var tekið í Grinda­vík í dag, en tökumaður­inn er Hörður Krist­leifs­son. 

    Bú­seta í Grinda­vík ekki verj­andi við nú­ver­andi aðstæður

    „Lang­flest hús­in í Grinda­vík eru óskemmd, en hins veg­ar hafa orðið mikl­ar skemmd­ir á lögn­um og annað þannig að það er hvorki hægt að vera með heitt vatn eða kalt í lagi. Svo er bær­inn hættu­leg­ur vegna þess að þarna hafa mynd­ast sprung­ur þannig að þarna er ekki gott að fólk búi og ekki verj­andi við nú­ver­andi aðstæður,“ seg­ir Magnús og út­skýr­ir að sprung­urn­ar inni í bæn­um hafi lík­lega gliðnað um einn metra í viðbót í þess­um at­b­urði.  

    Hann seg­ir það þó vel mega vera að hægst sé að bjarga stærri hluta bæj­ar­ins með því að halda áfram að byggja varn­argarða. Það sé hins veg­ar ljóst að þá yrði að ganga þannig frá að bær­inn sé þokka­lega ör­ugg­ur og að garðarn­ir virki. 

    Magnús segir búsetu í Grindavík ekki verjandi við núverandi aðstæður.
    Magnús seg­ir bú­setu í Grinda­vík ekki verj­andi við nú­ver­andi aðstæður. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Skyn­sam­legt að verja Grinda­vík eins og hægt er 

    „Við sjá­um að það geta komið upp sprung­ur mjög ná­lægt bæn­um, þó það séu ekki mikl­ar lík­ur. Það sem kom upp núna er mjög lítið miðað við hina, en það breyt­ir ekki því að þetta eru bara ákveðnar hættu þannig að ef fólk fer þarna aft­ur þá þarf það að vera til­búið að rýma mjög hratt,“ seg­ir hann og bæt­ir við: 

    „Upp á það að loka ekki dyr­um til framtíðar þá er skyn­sam­legt að verja Grinda­vík eins og hægt er.“

    Með því að verja Grinda­vík eins og hægt er sér Magnús fyr­ir sér að hægt verði að búa þar aft­ur. Ákvörðunin sé þó ákveðinn slag­ur sem þarf að taka, enda mik­il­vægt að passa upp á að fólk skaðist ekki. Þangað til sú ákvörðun verður tek­in og yf­ir­stand­andi at­b­urðarás yf­ir­staðin, seg­ir Magnús á bratt­ann að sækja að búa í Grinda­vík.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert