Umfang tjónsins óljóst

Að minnsta kosti þrjú hús fóru undir hraun í gær.
Að minnsta kosti þrjú hús fóru undir hraun í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið tjón blas­ir við í Grinda­vík. Að minnsta kosti þrjú hús við göt­una Efra­hóp í Grinda­vík fóru und­ir hraun í gær í kjöl­far þess að sprunga opnaðist nokkr­um tug­um metra frá göt­unni.

Þá greindu HS Veit­ur frá því í gær­morg­un að bæði væri raf­magns- og hita­vatns­laust í Grinda­vík.

Sigrún Inga Ævars­dótt­ir, sam­skipta­stjóri HS Veitna, seg­ir grein­ing­ar­vinnu standa yfir hjá fyr­ir­tæk­inu á tjón­inu sem hlaust af völd­um goss­ins og jarðhrær­ing­un­um í gær.

Aðspurð seg­ist hún ekki geta sagt til um hvert um­fang tjóns­ins sé á þessu stigi en það kunni að skýr­ast bet­ur í dag. Hún bend­ir á að við séum enn í miðri at­b­urðarás­inni.

Veður­spá næstu daga bend­ir til þess að frost verði víðs veg­ar á land­inu og meðal ann­ars í Grinda­vík. Gangi þær spár eft­ir gæti það leitt til mik­ils tjóns á lögn­um húsa tak­ist ekki að koma hita aft­ur á í bæn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert