Alvarlegt umferðarslys

mbl.is/Eggert

Umferðarslys varð á gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Hringvegar og eru gatnamótin því lokuð.

Hjáleið er um Leirársveitarveg (504), Svínadalsveg (502) og Hvalfjarðarveg (47) fyrir Hvalfjörð, að því er Vegagerðin greinir frá.

Ekkert er vitað um hvenær vegurinn verður opnaður á ný en upplýsingar um það birtast á vefslóðinni www.umferdin.is um leið og þær berast.

Uppfært klukkan 10.40:

Um alvarlegt umferðarslys er að ræða þar sem varð árekstur fólksbíls og vöruflutningabíls. Viðbragðsaðilar eru mættir á staðinn og að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, eru fleiri en einn slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka