Alvarlegt umferðarslys

mbl.is/Eggert

Um­ferðarslys varð á gatna­mót­um Hval­fjarðar­veg­ar og Hring­veg­ar og eru gatna­mót­in því lokuð.

Hjá­leið er um Lei­rár­sveit­ar­veg (504), Svína­dals­veg (502) og Hval­fjarðar­veg (47) fyr­ir Hval­fjörð, að því er Vega­gerðin grein­ir frá.

Ekk­ert er vitað um hvenær veg­ur­inn verður opnaður á ný en upp­lýs­ing­ar um það birt­ast á vef­slóðinni www.um­fer­d­in.is um leið og þær ber­ast.

Upp­fært klukk­an 10.40:

Um al­var­legt um­ferðarslys er að ræða þar sem varð árekst­ur fólks­bíls og vöru­flutn­inga­bíls. Viðbragðsaðilar eru mætt­ir á staðinn og að sögn Ásmund­ar Kr. Ásmunds­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns á Vest­ur­landi, eru fleiri en einn slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka