Heitt vatn komið í vesturhluta Grindavíkur

Margar nýjar sprungur hafa myndast í Grindavík síðustu sólarhringa.
Margar nýjar sprungur hafa myndast í Grindavík síðustu sólarhringa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekist hefur að koma á heitu vatni í vesturhluta Grindavíkurbæjar að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, en vinna hófst í gærkvöldi og stóð yfir í nótt að hans sögn.

„Það er búið að hleypa vatni á vesturhluta byggðarinnar sem er stærsta íbúðarbyggð bæjarins. Vinnan í dag snýst um að reyna koma vatni á austurhluta byggðarinnar sem og rafmagninu,“ segir Úlfar við mbl.is en í gærkvöld tókst að koma rafmagni aftur á í vesturhluta Grindavíkur.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bærinn mjög illa farinn

Úlfar segir að bærinn sé mjög illa farinn eftir atburði síðustu sólarhringa en margar nýjar sprungur opnuðust í bænum og eldri sprungur gliðnuðu enn frekar.

„Bærinn var illa farinn fyrir þetta gos sem hófst á sunnudaginn og margar nýjar sprungur hafa opnast. Nú er vinna í gangi að kortleggja sprungusvæðið og koma rafmagni og hita á allan bæinn. Bærinn er ekki fyrir aðra en viðbragðsaðila og þá sem eru að sinna verðmætabjörgun. Það lítur út fyrir að gosið sé að deyja út en svo tekur bara óvissan við á þessu svæði,“ segir Úlfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert