Miklu hraðara landris mælist við Þorbjörn

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir landrisið …
Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir landrisið miklu hraðara við Þorbjörn nú en áður. Samsett mynd

Land hefur tekið að rísa mun hraðar við fjallið Þorbjörn.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir nokkrar skýringar þar á, en land hefur verið að rísa við Þorbjörn allt frá árinu 2019.

„Það er miklu hraðara en það var síðast. Það eru hreyfingar á svæðinu út af kvikuganginum sem myndaðist í nóvember á síðasta ári. Landris mælist á svæðinu út af honum. Það er ekki víst að landris sé hraðara út af kvikusöfnun við Þorbjörn, heldur bæði vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi og hreyfinga við ganginn,“ segir Benedikt.

Land síg og rís við Þorbjörn síðustu fjóra mánuði.
Land síg og rís við Þorbjörn síðustu fjóra mánuði. Graf/Veðurstofa Íslands

Tekur tíma að sjá hver hraðinn er raunverulega

Hann segir það taka nokkra daga eða viku að sjá hvort landrisið sé raunverulega út af kvikusöfnuninni og hver raunverulegur hraði á landrisi við Þorbjörn er.

Það muni sjást betur á næstunni, á GPS-mælistöðvum sem eru í kring.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagði við mbl.is í dag að land væri tekið að rísa á ný við Svartsengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert