Mjög mikill áhugi á eldgosinu erlendis

Talsverður fjöldi erlendra fjölmiðlamanna fór til Grindavíkur í gær til …
Talsverður fjöldi erlendra fjölmiðlamanna fór til Grindavíkur í gær til að fjalla um eldgosið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlendir fjölmiðlamenn eru farnir að streyma til Íslands á nýjan leik vegna eldgossins sem hófst við Grindavík á sunnudagsmorguninn.

Að sögn Arnars Más Ólafssonar ferðamálastjóra eru nú á þriðja tug erlendra fjölmiðla á skrá yfir þá sem eiga hér fulltrúa vegna atburðanna. Fjölmiðlastöð var komið á fót fyrir erlenda fjölmiðlamenn í Hafnarfirði um tíma í nóvember vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaganum og nú er slík aðstaða í boði í Reykjavík.

„Við erum búin að opna aftur en að vísu á öðrum stað. Nú er fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla á Hótel Natura og er því í námunda við Skógarhlíðina. Auðveldara er því að skapa samtal þar á milli. Um 25 erlendir fjölmiðlar sem við vitum af eru á landinu núna,“ segir Arnar og bætir því við að atburðarásin hafi verið hröð. Heppilegast sé því að taka hvern dag fyrir sig og erfitt sé að segja til um hvernig fjölmiðlaáhuginn verði næstu dagana.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert