Íbúar á skilgreindum svæðum í Grindavík eru hvattir til að afhenda lykla að íbúðum sínum eins fljótt og auðið er svo unnt sé að kanna ástand hitakerfa fasteignanna.
Á þetta við um íbúa sem skilgreind eru sem rauða og græna hverfið og hluta af bláa hverfinu á rýmingarkorti Grindavíkur. Einnig má sjá götulista hér fyrir neðan.
Eru íbúarnir beðnir um að skila lyklunum annað hvort í þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu við Tryggvagötu eða í húsnæði Brunavarna Suðurnesja að Flugvöllum 33 í Reykjanesbæ. Verður móttaka lykla á þessum tveimur stöðum til klukkan 17 í dag.
Þeir sem ekki ná að koma lyklunum fyrir þann tíma á þessa staði geta einnig komið með þá á íbúafund Grindavíkurbæjar sem er haldinn klukkan 17 í Laugardalshöll.
Frá þessu er greint í tilkynningu almannavarna.
Ofangreint drónamyndskeið tók Hörður Kristleifsson fyrir mbl.is í gær mánudag.
Almannavarnir, í samstarfi við HS Veitur, hófu í gærkvöldi að koma heituvatni á hús vestan Víkurbrautar í Grindavík.
„Mikil áhersla var lögð á þessa framkvæmd þar sem talsvert frost er á svæðinu og verður næstu daga. Því var nauðsynlegt var að fara í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir mikið eða meira tjón á húsum,“ segir í tilkynningu almannavarna.
Til að hægt sé að kanna ástand hitakerfanna í fasteignunum er óskað þess að íbúar í eftirfarandi götum komi með lykla:
•Skipastígur
•Árnastígur
•Vigdísarvellir
•Glæsivellir
•Ásvellir
•Gerðavellir
•Baðsvellir
•Selsvellir
•Litluvellir
•Sólvellir
•Hólavellir
•Blómsturvellir
•Höskuldarvellir
•Iðavellir
•Efstahraun
•Heiðarhraun
•Leynisbraut
•Hraunbraut
•Staðarhraun
•Hvassahraun
•Borgarhraun
•Leynisbrún
•Arnarhraun
•Skólabraut
•Ásabraut
•Fornavör
•Suðurvör
•Norðurvör
•Staðarvör
•Laut
•Dalbraut
•Sunnubraut
•Hellabraut
•Vesturbraut
•Kirkjustígur
•Verbraut