Sjálfsfróun leikskólabarna afbrigðileg eða eðlileg?

Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir í Dagmálum að samskipti foreldra og barna geti skipt sköpum þegar vitsmuna- og líkamsþroski þeirra eykst og kynhegðun gerir vart við sig.

„Sjálfsfróun er eitthvað sem við sjáum að byrjar frekar snemma. Þegar börn eru bara að uppgötva líkama sinn. Þetta er bara að gerast á leikskólaaldri,“ segir Svandís Anna spurð út í eðlilega kynhegðun barna.

„Þannig þau eru bara að upplifa axlir, haus og líka kynfæri skilurðu. Og það er einhver snerting þar sem að lætur þeim líða vel og það er bara eðlileg þróun og þroski.“

Kynhegðun einstaklingsbundin

Hún segir að því fyrr sem foreldrar taka samtal við börn sín um einkastaði líkamans, virðingu og mörk, því mun meiri líkur eru á að börn og ungmenni upplifi ábyrgt kynheilbrigði sem þau taka með sér á fullorðinsárin. 

„Varðandi kynhegðun þegar þau verða síðan aðeins eldri hún er rosalega einstaklingsbundin. Sum börn hafa litla sem enga kynlífslöngun á meðan önnur eru mjög spennt og hugsa mikið um þetta,“ segir hún og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að öflug kynfræðsla fresti oftar en ekki fyrstu kynlífsathöfnum ungmenna.

„Öflug og góð kynfræðsla og mikil umræða verður til þess að börn fresta því oftar að byrja að stunda kynlíf og eru ánægðari og öruggari með sína ákvörðun um að byrja að stunda kynlíf.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert