Dregið hefur mjög úr virkni nyrðri gossprungunnar við Grindavík.
Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvársérfræðingi á náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands leitar kvika enn upp úr sprungunni.
Ekki er mikla virkni að sjá á vefmyndavélum en að því er Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við mbl.is ótímabært að lýsa yfir goslokum.
„Það spýr aðeins upp úr.“