Þrír fluttir á slysadeild

Hjá­leið er um Lei­rár­sveit­ar­veg (504), Svína­dals­veg (502) og Hval­fjarðar­veg (47) …
Hjá­leið er um Lei­rár­sveit­ar­veg (504), Svína­dals­veg (502) og Hval­fjarðar­veg (47) fyr­ir Hval­fjörð, að því er Vega­gerðin grein­ir frá. Kort/Map.is

Þrír voru fluttir á slysadeild, þar af einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir umferðarslys sem varð á gatnamótum Hval­fjarðar­veg­ar og Hring­veg­ar.

Tveir bílar lentu í árekstri við gatnamótin, fólksbíll og flutningabíll.

Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, eru viðbragðsaðilar enn þá á slysstaðnum og er Vesturlandsvegurinn lokaður um óákveðinn tíma á meðan lögreglan er að rannsaka vettvang og hreinsa veginn. Hann segir að reynt sé að hleypa umferð fram hjá um Hvalfjörð að einhverjum hluta.

Þrír slösuðust í árekstri sem varð á gatnamótum Hval­fjarðar­veg­ar og …
Þrír slösuðust í árekstri sem varð á gatnamótum Hval­fjarðar­veg­ar og Hring­veg­ar í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka