Einkareknar bráðamóttökur möguleiki

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:24
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:24
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Heil­brigðisráðherra seg­ir að gott væri að bráðaþjón­usta væri staðsett á fleiri en ein­um stað á höfuðborg­ar­svæðinu. Það gæti létt á álag­inu á Land­spít­al­ann þegar mestu álag­stopp­arn­ir verða.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Will­um Þór Þórs­son í Spurs­mál­um.

Þar er hann spurður út í þann mögu­leika að koma upp einka­rekn­um bráðamót­tök­um hér­lend­is en það kerfi er þekkt víða er­lend­is.

Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítala þessa dagana og biðtími …
Mikið álag er á bráðamót­töku Land­spít­ala þessa dag­ana og biðtími hef­ur verið lang­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Já það hef­ur verið lengi í umræðunni, svona smá­slysa­mót­taka og það hafa einkaaðilar sýnt áhuga á að taka það að sér. Ég setti í gang hóp, Jón Magnús Kristjáns­son sem ég fékk inn á spít­al­ann til þess að vinna í mál­efn­um tengd­um bráðaþjón­ustu. Hann er bráðalækn­ir og gjörþekk­ir þetta um­hverfi. Það kom út feiki­lega fín skýrsla út úr þeim hópi og 39 til­lög­ur. þar var smá­slysa­mót­tak­an ekki tal­in tíma­bær í þeirri skýrslu,“ seg­ir Will­um.

Sú skýrsla kom út í des­em­ber 2022.

„Ég held hins veg­ar þegar við erum með eina svona gátt, af því að það skipt­ir svo miklu máli í nýt­ingu, þetta snýst meira og minna um að nýta tak­markaða fjár­muni, nýta þekk­ingu og nýta rými. Þannig að há­marks­nýt­ing, og þá verðum við að hafa aðeins harmonikku í kerf­inu á helstu álagspunkt­um og þá er eitt­hvað sem seg­ir manni að það sé gott að hafa fleiri en einn stað þar sem allt bráðaálagið lend­ir,“ út­skýr­ir ráðherr­ann.

Viðtalið við Will­um má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

Willum Þór Þórsson fer yfir stöðu heilbrigðiskerfisins í Spursmálum.
Will­um Þór Þórs­son fer yfir stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins í Spurs­mál­um. mbl.is/​Kristó­fer Lilj­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka