Einkareknar bráðamóttökur möguleiki

Heilbrigðisráðherra segir að gott væri að bráðaþjónusta væri staðsett á fleiri en einum stað á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti létt á álaginu á Landspítalann þegar mestu álagstopparnir verða.

Þetta kemur fram í viðtali við Willum Þór Þórsson í Spursmálum.

Þar er hann spurður út í þann möguleika að koma upp einkareknum bráðamóttökum hérlendis en það kerfi er þekkt víða erlendis.

Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítala þessa dagana og biðtími …
Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítala þessa dagana og biðtími hefur verið langur. mbl.is/Árni Sæberg

„Já það hefur verið lengi í umræðunni, svona smáslysamóttaka og það hafa einkaaðilar sýnt áhuga á að taka það að sér. Ég setti í gang hóp, Jón Magnús Kristjánsson sem ég fékk inn á spítalann til þess að vinna í málefnum tengdum bráðaþjónustu. Hann er bráðalæknir og gjörþekkir þetta umhverfi. Það kom út feikilega fín skýrsla út úr þeim hópi og 39 tillögur. þar var smáslysamóttakan ekki talin tímabær í þeirri skýrslu,“ segir Willum.

Sú skýrsla kom út í desember 2022.

„Ég held hins vegar þegar við erum með eina svona gátt, af því að það skiptir svo miklu máli í nýtingu, þetta snýst meira og minna um að nýta takmarkaða fjármuni, nýta þekkingu og nýta rými. Þannig að hámarksnýting, og þá verðum við að hafa aðeins harmonikku í kerfinu á helstu álagspunktum og þá er eitthvað sem segir manni að það sé gott að hafa fleiri en einn stað þar sem allt bráðaálagið lendir,“ útskýrir ráðherrann.

Viðtalið við Willum má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan:

Willum Þór Þórsson fer yfir stöðu heilbrigðiskerfisins í Spursmálum.
Willum Þór Þórsson fer yfir stöðu heilbrigðiskerfisins í Spursmálum. mbl.is/Kristófer Liljar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert