Einn lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi

Einn lést í umferðarslysinu sem varð á Vesturlandsvegi í gær, skammt frá gatnamótum við Hvalfjarðarveg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Fólksbifreið á suðurleið rakst utan í vöruflutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt og síðan á aðra vöruflutningabifreið sem kom þar á eftir.

Farþegi slasaðist einnig

Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést við áreksturinn og farþegi í bifreiðinni slasaðist. Ökumenn vöruflutningabifreiðanna slösuðust ekki en voru fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem þeir fengu síðan áfallahjálp.

„Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkra- og slökkviliði fóru á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem flutti slasaðan farþega til Reykjavíkur. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa komu á vettvang en rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi rannsakar slysið,” segir einnig í tilkynningunni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert