Ekkert hægst á landrisinu

Landris heldur áfram við Svartsengi og í Grindavík.
Landris heldur áfram við Svartsengi og í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að landrisið við Svartsengi og í Grindavík haldi áfram.

„Það hefur ekkert hægst á landrisinu og gerði það ekki í gosinu. Það heldur bara áfram að rísa og það hraðar heldur en það gerði fyrir gosið,“ segir Bjarki við mbl.is.

60 smáskjálftar

Um 60 smáskjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti en í gær voru þeir um 330 en hvasst hefur verið á svæðinu sem getur truflað mælitækin nokkuð að sögn Bjarka.

Hann segir enga virkni vera í gígunum sem opnuðust á sunnudaginn en það hætti að malla úr þeim síðasta í fyrrinótt.

Óbreytt staða

Spurður út stöðuna við Grímsvötn segir Bjarki:

„Það er óbreytt staða þar. Rennsli hefur náð hámarki bæði í Grímsvörnum og í Gígjukvísl og það er lítil sem engin skjálftavirkni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert