Gasmengun í brunnum tengdum veitukerfi í Grindavík

Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins og þar …
Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins og þar virðist landið vera mikið sprungið svo kvika á auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Gasmengun mældist við vinnu ofan í brunnum tengdum veitukerfi innan Grindavíkur í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan vaktar ekki staðbundna gasmengun innan Grindavíkur og skoða þarf betur hvort gasmengunin sé tengd því að kvika liggur mjög grunnt á svæðinu, eins og segir í tilkynningunni.

Landið mikið sprungið og kvika liggur grunnt

Í tilkynningu veðurstofu segir einnig að skjálftavirkni hafi verið væg yfir kvikuganginum síðasta sólarhringinn. Samkvæmt reiknilíkönum liggi kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins og að þar virðist landið vera mikið sprungið svo kvika eigi auðvelt með að komast upp á yfirborðið.

Áfram séu því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert