Gera tillögur um þróun bensínstöðvarinnar við Ægisíðu

Þrjár arkitektastofur gera tillögur um þróun lóðarinnar við Ægisíðu 102 …
Þrjár arkitektastofur gera tillögur um þróun lóðarinnar við Ægisíðu 102 í Reykjavík Mynd/Festi

Þrjár arkitektastofur hafa verið valdar til að vinna tillögur að hönnun og skipulagi á lóð við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1.

Stofurnar þrjár eru Trípólí, Gríma arkitektar og Sei Studio en valnefnd kemur til með að velja þá tillögu sem best þykir falla að áformum um vinnu við deiliskipulag sem tekur mið af Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Festi.

Reykjavíkurborg höfð með í ráðum

Kemur þar fram að einkum hafi verið litið til þess að framsýni og næmni kæmi fram í fyrri verkum þeirra arkitektastofa sem valdar voru til þátttöku. 

Er gert ráð fyrir að niðurstöður um val á tillögu liggi fyrir í mars á þessu ári. Valnefnd um þróun lóðarinnar skipa Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt, G. Oddur Víðisson, arkitekt og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna, en Reykjavíkurborg verður höfð með í ráðum við yfirferð á tillögunum. 

Dekkjaverkstæði og önnur þjónusta verða áfram í bili

Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á starfsemi þjónustustöðvar N1 á lóðinni, en bensínafgreiðsla kemur þó til með að færast á lóð Krónunnar á Fiskislóð á Granda þegar sú breyting verður fær.

Dekkjaverkstæði og önnur þjónusta verða áfram starfrækt á Ægisíðu þar til hægt verður að hefjast handa við frekari þróun svæðisins að fengnum tilskyldum leyfum.

Lagt til að friða bensínstöðina

Örlög bensínstöðvarinnar við Ægisíðu hafa verið til umræðu undanfarin ár, en til hefur staðið a friða hana ásamt þremur öðrum bensínstöðvum vegna m.a. menningarsögulegu eða byggingalistarlegu gildi þeirra. 

Bens­ín­stöðin við Ægisíðu 102 var byggð árið 1978 en í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur kemur m.a. eftirfarandi fram um stöðina: „Bygg­ing­ar­list í háum gæðaflokki. Bygg­ing­ar­stíll fell­ur und­ir það af­brigði fúnk­is­stíls­ins sem ein­kenn­ist af nátt­úru­leg­um form­um. Ein­stök­um hlut­um bygg­ing­ar­inn­ar er raðað sam­an líkt og blævæng út­frá sí­valn­ingi í miðju.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert