Reglurnar rýmri á Íslandi

Aðgerðasinnar hafa í mótmælaskyni dvalið í tjöldum á Austurvelli undanfarið.
Aðgerðasinnar hafa í mótmælaskyni dvalið í tjöldum á Austurvelli undanfarið. mbl.is/Óttar

Regluverk á Íslandi er rýmra hvað fjölskyldusameiningar varðar en í öðrum norrænum ríkjum.

Í Danmörku þurfa þeir sem fá viðbótarvernd að bíða í tvö ár áður en fjölskyldusameining getur komið til greina og þá þurfa umsækjendur og þeir einstaklingar sem verið er að sameina almennt að uppfylla ákveðnar inngildingarkröfur, meðal annars þurfa þeir að standast próf í dönsku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Útilokað að leggja inn umsóknir

Almennt er ekki hægt að leggja inn umsóknir um dvalarleyfi í norrænu höfuðborgunum fyrir hönd fjölskyldumeðlima sem eru staddir erlendis. Viðkomandi umsækjandi þarf sjálfur að mæta á norræna sendiskrifstofu og leggja fram umsókn í eigin persónu.

Þetta hefur leitt til þess að eftir að átök brutust út á Gasasvæðinu hefur verið útilokað að leggja inn umsóknir um frekari fjölskyldusameiningar í norrænum ríkjum utan Íslands og ekki liggur fyrir að breytingar hafi verið gerðar á þessu skilyrði til rýmkunar.

Kröfur mótmælenda eru að stjórn­völd standi við fjöl­skyldu­sam­ein­ing­ar, að palestínskt …
Kröfur mótmælenda eru að stjórn­völd standi við fjöl­skyldu­sam­ein­ing­ar, að palestínskt flótta­fólk sem hingað er komið fái hæli og að ráðherr­ar verði við ósk þeirra um fund. mbl.is/Eyþór

Ber engin skylda til að dvalarleyfishafa

Hvergi í íslenskum lögum er kveðið á um skyldu íslenskra stjórnvalda til að aðstoða dvalarleyfishafa til að komast til landsins, þar á meðal fjölskyldumeðlimi einstaklinga sem hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi.

Skyldan sem hvílir á íslenskum stjórnvöldum samkvæmt lögum um útlendinga, nr. 80/2016, er sú að gefa út dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar séu lögbundin skilyrði uppfyllt.

„Slík dvalarleyfi takmarkast við kjarnafjölskyldu og eru því aðeins veitt nánustu aðstandendum einstaklinga sem búsettir eru hér á landi og hafa rétt til fjölskyldusameiningar.

Allar frekari aðgerðir í þessum efnum væru því umfram lagaskyldu og eiga sér fá fordæmi,“ eins og segir í tilkynningu stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka