Tugir pípulagningarmanna að störfum í Grindavík

Pípulagningarmenn hafa í nógu að snúast í Grindavík þessa dagana.
Pípulagningarmenn hafa í nógu að snúast í Grindavík þessa dagana. Ljósmynd/Aðsend

Félag íslenskra pípulagningarmeistara sendi tæplega 50 pípulagningarmenn til Grindavíkur í gær til aðstoðar við að koma hita á húsin í bænum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi pípulagningarmanna en þar segir ennfremur að í dag hafi 30 pípulagningarmenn farið til Grindavíkur. Varúðar er gætt og ekki er farið inn í hús sem eru á skilgreindu hættusvæði.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við mbl.is í morgun að vatni hafi verið hleypt inn á austurhluta Grindavíkur í gær en af öryggisástæðum hafi verkefninu ekki verið fylgt eftir inn í nóttina. Hann sagði að í dag verði farið yfir svæðið og þau hús skoðuð sem eru í austurhluta bæjarins.

Bílalest pípulagningarmanna á leið til Grindavíkur.
Bílalest pípulagningarmanna á leið til Grindavíkur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert