„Búið að vera brjálað að gera“

Það hefur verið snjóþungt víða.
Það hefur verið snjóþungt víða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið hefur verið um árekstra í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta seg­ir Kristján Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Aðstoðar og öryggis sem rekur arekstur.is. Töluverð hálka og snjókoma hefur verið á í nótt og í morgun. 

Kristján segist ekki muna eftir öðrum eins degi. „Eins og maður segir á íslensku, það er bara búið að vera brjálað að gera.“

Mikil umferðarteppa í Hafnarfirði.
Mikil umferðarteppa í Hafnarfirði. mbl.is/Kristján

Þau hjá arekstri.is hafa sinnt yfir þriðja tug árekstra frá því í morgun. Öll óhöppin hafa verið hálkutengd segir hann en mikil hálka leynist undir snjónum. 

Þá hafa yfir tíu bílar skemmst það mikið að þurft hefur að kalla til dráttarbifreiðar bætir Kristján við. Hann býst við áframhaldandi útköllum og hringdi strax í morgun alla starfsmenn sína út til vinnu.  

Veður­vef­ur mbl.is

Árekstur.is að störfum í morgun.
Árekstur.is að störfum í morgun. Kristján Kristjáns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert