Collab nú fáanlegt víða í Danmörku

Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar, er bjartsýnn á gott gengi …
Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar, er bjartsýnn á gott gengi Collabs á erlendum mörkuðum. Ljósmynd/Hari

Útrás hins vinsæla virknidrykkjar Collab heldur áfram. Nú skal herjað á Danmörku en frá því í byrjun árs hefur Collab verið fáanlegt í PureGym, stærstu líkamsræktarkeðju Danmerkur. Stefnt er að frekari dreifingu þar í landi á komandi mánuðum. Þetta kemur í kjölfar þess að sala á drykknum hófst í Noregi í lok síðasta árs.

PureGym, sem bar nafnið Fitness World þar til á síðasta ári, rekur 163 líkamsræktarstöðvar um alla Danmörku. Um hálf milljón Dana stundar líkamsrækt sína þar á bæ og fær keðjan hátt í 30 milljónir heimsókna á ári.

„Það má segja að þetta sé einskonar World Class þeirra Dana og óhætt að segja að við séum ánægð með þennan áfanga. Samningurinn við PureGym er í raun frábært upphaf fyrir okkur í Danmörku og í takt við það sem við lögðum upp með,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar.

Collab-dósir á kynningu í Kaupmannahöfn á dögunum.
Collab-dósir á kynningu í Kaupmannahöfn á dögunum.

Gunnar segir að eitt skref sé tekið í einu varðandi útrás Collabs. Mikilvægt sé að fara ekki fram úr sér. „Eins og kom fram nýverið erum við farin af stað í Noregi og nú bætist Danmörk við. Collab var kynnt á vel völdum viðburðum í Kaupmannahöfn á seinni helmingi síðasta árs og óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið jákvæð. Við finnum fyrir vaxandi áhuga og stefnt er á frekari dreifingu á komandi mánuðum.“

Nánari umfjöllun er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert