Flest liðskiptin á Landspítala

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Flestar liðskiptaaðgerðir sem gerðar voru hér á landi í fyrra voru gerðar á Landspítalanum og voru þær um 840 talsins, en á vef Landlæknisembættisins kemur fram að flestar slíkar aðgerðir hafi verið gerðar á Klíníkinni, eins og Morgunblaðið hefur greint frá.

Segir þar að 706 slíkar aðgerðir hafi verið gerðar á Klíníkinni, en 587 á Landspítalanum. Inn í tölur landlæknis vantar tölur um enduraðgerðir, þ.e. þegar skipt er um eldri gerviliði og þar eru heldur ekki teknar með í reikninginn bráðaaðgerðir, þ.e. liðskipti vegna beinbrota af völdum slysa eða annars.

Þetta staðfestir Hjörtur Friðrik Hjartarson yfirlæknir á Landspítalanum í samtali við Morgunblaðið og að bráðaaðgerðir liðskipta hafi verið á milli 150 og 160 á síðasta ári á spítalanum.

„Síðan eru ekki inni í tölum Landlæknisembættsins um 90 aðgerðir sem til koma vegna sýkinga eða annarra vandamála þar sem ekki er endilega skipt um allan gerviliðinn sem fyrir er og eru þannig enduraðgerðir,“ segir Hjörtur Friðrik.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert