Karen úr forsætisráðuneytinu til Transition Labs

Karen Björk Eyþórsdóttir.
Karen Björk Eyþórsdóttir. Transition Labs

Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Transition Labs sem er loftlagsfyrirtæki í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar.

Fer úr forsætisráðuneytinu

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: „Karen Björk kemur úr forsætisráðuneytinu þar sem hún starfaði fyrir samstarfsvettvanginn Sjálfbært Ísland, m.a. við gerð nýrrar landsstefnu um sjálfbæra þróun, utanumhald gerðar og kynningu á sjálfbærniskýrslu Íslands til Sameinuðu þjóðanna og við að uppfæra aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum.

Þar áður starfaði Karen Björk hjá Reykjavíkurborg á sviði loftslags- og sjálfbærnimála, meðal annars á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Karen Björk hefur einnig stýrt skipulagningu ráðstefna og funda þ.á.m. fyrir Festu – miðstöð um sjálfbærni, og Norræna húsið. Þá var hún hluti af fyrsta árgangi verkefnisins Loftslagsleiðtoginn.“

Karen Björk er með  B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði og þjónustustjórnun frá CBS í Kaupmannahöfn og starfaði þar samhliða sem verkefnastjóri hjá sjálfbærniskrifstofu viðskiptaháskólans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert