Myndir frá Grindavík: Götumyndin mikið breytt

Frá Grindavík eftir hamfarirnar í janúar.
Frá Grindavík eftir hamfarirnar í janúar. Ljósmynd/Þorbjörn

Sprungan í framhaldi af gossprungunni, sem opnaðist norðan Grindavíkur á sunnudag, liggur á milli Efrahóps og Norðurhóps, undir Hópið og alveg niður á höfn í gegnum Austurveg, Mánagötu og Hafnargötu.

Sprungan myndaðist 10. nóvember en á sunnudaginn gliðnaði hún enn frekar með tilheyrandi skemmdum.

Þetta kemur fram í uppfærslu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á Facebook, þar sem farið er yfir stöðu mála í bæjarfélaginu.

Nýr sigdalur myndaðist í bænum samhliða eldgosinu.
Nýr sigdalur myndaðist í bænum samhliða eldgosinu. Ljósmynd/Þorbjörn
Við hraunjaðarinn í norðurhluta bæjarins.
Við hraunjaðarinn í norðurhluta bæjarins. Ljósmynd/Þorbjörn
Horft yfir skemmdir í götu í Grindavík.
Horft yfir skemmdir í götu í Grindavík. Ljósmynd/Þorbjörn
Malbikið hefur látið á sjá eftir hamfarirnar í Grindavík.
Malbikið hefur látið á sjá eftir hamfarirnar í Grindavík. Ljósmynd/Þorbjörn
Svona var umhorfs í dag í Grindavík eftir snjókomu næturinnar.
Svona var umhorfs í dag í Grindavík eftir snjókomu næturinnar. Ljósmynd/Þorbjörn
Björgunarsveitin kveðst heimsækja bæinn á hverjum degi.
Björgunarsveitin kveðst heimsækja bæinn á hverjum degi. Ljósmynd/Þorbjörn

Ekki rekist á nýjar sprungur

„Mestu sjáanlegu breytingarnar eru á svæðinu austan við þessa sprungu. Til dæmis er mesta gliðnunin í Staðarsundi og er óhætt að segja að götumyndin sé mikið breytt þar. Sprungan undir Víðihlíð gliðnaði einnig töluvert,“ segir í færslu sveitarinnar.

Tekið er fram að sveitin hafi ekki rekist á neinar nýjar sprungur í bænum, heldur eingöngu séð eldri sprungur sem hafi stækkað.

„Vestan við gossprunguna sjást litlar sem engar breytingar á yfirborði. Eins og í nóvember þá förum við á hverjum morgni um götur bæjarins til að kanna hvort einhverjar breytingar séu á milli daga og teljum okkur því hafa nokkuð góða mynd af stöðunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert