Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega að sögn Karls Arnarsonar hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Talsvert hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun en sjómagnið er þó minna en spár gerðu ráð fyrir.
„Umferðin hefur gengið ágætlega enn sem komið er. Það er töluverð hálka og það hafa orðið örfáir árekstrar en engin slys sem betur fer,“ segir Karl í samtali við mbl.is.
Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega, skafa vel af bílum sínum og gefa sér góðan tíma til að leggja af stað út í umferðina.