Tekur b5 heitið aftur í notkun

Sverrir greinir frá málinu á Facebook.
Sverrir greinir frá málinu á Facebook. Samsettmynd/Aðsend/Ágúst Ólíver

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðar við Bankastræti 5, hyggst taka nafnið b5 aftur í notkun þrátt fyrir að vörumerkið sé skráð á fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins.

Sverrir Einar greinir sjálfur frá þessu á Facebook. Þar segir hann dómsmál standa yfir þar sem tekist sé á um notkun nafnsins.

„[E]n lögmaður okkar, Sveinn Andri Sveinsson, segir ekki séu forsendur til þess að meina okkur að notast við skammstöfun á heimilsfangi staðarins og það geti enginn átt einkarétt sem kemur í veg fyrir lögmæta notkun eigenda á heimilisfangi.“

Heitið í eigu einkahlutafélags

Margir kannast við nafnið b5 enda var það heiti skemmtistaðarins við Bankastræti 5 í mörg ár. Reksturinn gekk þó erfiðlega þegar strangar samkomutakmarkanir voru í gildi í heimsfaraldri Covid-19 og var skemmtistaðnum á endanum lokað.

Birgitta Líf Björnsdóttir tók í kjölfarið við staðnum og var staðurinn rekinn undir nafninu Bankastræti Club.

Sverrir Einar tók við rekstrinum í júní á síðasta ári og var markmiðið þá að endurvekja stemninguna sem var áður á b5.

Sverrir varð þó að breyta nafninu í B stuttu síðar í kjölfar þess að lögbann var lagt á notkun heitisins b5 þar sem heitið reyndist í eigu einkahlutafélags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka