Um 60 jarðskjálftar frá miðnætti

Mesta virknin er yfir miðjum kvikuganginum.
Mesta virknin er yfir miðjum kvikuganginum. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Um 60 jarðskjálf­at hafa mælst frá miðnætti á Reykja­nesskaga. Mesta virkn­in er fyr­ir miðju kviku­gangs­ins og var stærsti skjálft­inn um 1,4 að stærð.

Þetta seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

200 jarðskjálft­ar mæld­ust á Reykja­nesskaga í gær sem er fækk­un frá þriðju­deg­in­um þegar um 330 skjálft­ar mæld­ust. 

GPS-mæl­ar sýna landris við Svartsengi en að sögn Bjarka er of snemmt að túlka gögn­in þar sem ým­is­legt get­ur haft áhrif á mæl­ing­ar. Bíður Veðustof­an eft­ir frek­ari gögn­um.

Raf­leiðni mæl­ist enn

Þá mæld­ist skjálfti af stærðinni 1,7 í Grím­svötn­um í morg­un.

Raf­leiðni mæl­ist enn í Gígju­kvísl þar sem hlaup­vatnið úr vötn­un­um renn­ur, en er þó á niður­leið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert