Um 60 jarðskjálftar frá miðnætti

Mesta virknin er yfir miðjum kvikuganginum.
Mesta virknin er yfir miðjum kvikuganginum. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Um 60 jarðskjálfat hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaga. Mesta virknin er fyrir miðju kvikugangsins og var stærsti skjálftinn um 1,4 að stærð.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

200 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í gær sem er fækkun frá þriðjudeginum þegar um 330 skjálftar mældust. 

GPS-mælar sýna landris við Svartsengi en að sögn Bjarka er of snemmt að túlka gögnin þar sem ýmislegt getur haft áhrif á mælingar. Bíður Veðustofan eftir frekari gögnum.

Rafleiðni mælist enn

Þá mældist skjálfti af stærðinni 1,7 í Grímsvötnum í morgun.

Rafleiðni mælist enn í Gígjukvísl þar sem hlaupvatnið úr vötnunum rennur, en er þó á niðurleið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert