„Við erum sorgmædd“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, seg­ir breiðfylk­ingu stétt­ar­fé­laga vera sorg­mædda yfir því að ekki hafi náðst sam­an með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

„Ég er al­ger­lega orðlaus yfir Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins í dag. Ég held að þetta ágæta fólk þurfi að setj­ast niður og spyrja sjálft sig hvernig það geti ætl­ast til þess að ís­lenskt launa­fólk axli ábyrgð á allt og öllu í ís­lensku sam­fé­lagi. Við get­um ekki borið ábyrgð á öðrum hækk­un­um en þeim sem við semj­um um sjálf. Grunn­for­senda þess að hægt sé að setj­ast aft­ur að borði er að SA falli frá kröfu sinni.“

Komu að borðinu með mik­inn samn­ings­vilja

Vil­hjálm­ur seg­ir verka­lýðshreyf­ing­una hafa boðið SA á fyrsta ári hækk­un sem hafi verið 65% lægri hækk­un á kauptaxta en samið var um í des­em­ber í fyrra. Þá hafi verið samið um há­marksþak á launa­hækk­un­um sem var 66 þúsund krón­ur.

Í til­lög­un­um nú hafi verið gert ráð fyr­ir að öll laun hækkuðu um 26 þúsund krón­ur. Hann seg­ir það 154% minna en samið hafi verið um í des­em­ber 2022.

„Þetta sýn­ir svo ekki sé um villst þann gríðarlega samn­ings­vilja sem verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur sýnt í þessu verk­efni. Það er okk­ur því hul­in ráðgáta hvernig Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gátu kom­ist að þess­ari niður­stöðu og fært okk­ur þannig út af þess­um tein­um sem við höf­um verið á, sem byggst hef­ur á já­kvæðni og góðum anda.“

Viðbragð SA kem­ur seint

Vil­hjálm­ur seg­ist líka hugsi yfir því að verka­lýðshreyf­ing­in hafi sett hug­mynd­ir sín­ar um krónu­tölu­hækk­un fram 28. des­em­ber. Þá hafi menn einnig náð sam­an um það að senda út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem meðal ann­ars kom fram að gætt yrði að því að launa­skrið yrði ekki of mikið. Vil­hjálm­ur tel­ur þessa yf­ir­lýs­ingu hafa verið ein­staka í sög­unni.

„Því er ég hugsi yfir því að hvers vegna þær hóg­væru töl­ur sem þau sáu frá okk­ur strax 28. des­em­ber hafi ekki verið ávarpað strax. Hvers vegna er það skoðað miklu seinna og gerð krafa á okk­ur að draga þær niður um einn þriðja?“

Biðlar til SA að setja lest­ina aft­ur á sporið

Vil­hjálm­ur bæt­ir við:

„Ég hef aldrei séð jafn fag­lega unnið að kjara­samn­ings­gerð eins og núna, bæði af sér­fræðing­um okk­ar og þeirra. Þá kem­ur fram að á ár­un­um 1997-2022 er meðal­kostnaðarmat ís­lenskra kjara­samn­inga um 3,8% Þetta er ná­kvæm­lega það sama pró­sentu­hækk­un og samið er um í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við. Samt hef­ur dunið á ís­lenskri verka­lýðshreyf­ingu í gegn­um árin hversu óá­byrg hún sé í kröf­um sín­um.“

Hann seg­ir að lok­um:

„Ég biðla til SA að setja lest­ina aft­ur upp á tein­ana, þannig að við náum að sigla henni á enda­stöð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert